Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1945. Hún lést á krabbameinsdeild LSH, 11EG, 18. október 2024.

Foreldrar hennar voru Sigurður Helgason, f. 29.4. 1913, d. 19.3. 1998, og Ágústa Sumarliðadóttir, f. 12.10. 1920, d. 5.2. 2000. Frá sex ára aldri ólst Guðrún upp hjá föðurbróður sínum Þorvaldi Helgasyni, f. 23.5. 1903, d. 1.1. 1962, og konu hans Margréti Hallgrímsdóttur, f. 15.6. 1882, d. 21.10. 1967, og gengu þau henni í foreldrastað.

Systkini Guðrúnar eru: Sveinfríður, f. 18.11. 1939, Sigurlín Jóna Margrét, f. 11.5. 1943, Ingibjörg, f. 21.5. 1944, d. 11.10. 2004, Sigurjón, f. 17.6. 1947, Ólafur Emil, f. 14.12. 1950, og María Alexandersdóttir, f. 8.9. 1953.

Hinn 4. október 1967 giftist Guðrún Daníel Guðjóni Óskarssyni bifreiðarstjóra, f. 24.2. 1948. Foreldrar hans voru

...