Drög að stefnu Málfundafjelagsins Frelsi og fullveldi, unnin í framhaldi af 11 málfundum og ætlað að hvetja til umræðu í aðdraganda kosninga.
Geir Waage
Málfundafjelagið Frelsi og fullveldi hefur haldið 11 málfundi frá stofnun. Drög að stefnu eru unnin upp úr þeim og ætlað að hvetja til umræðu í aðdraganda kosninga. Framboðum er heimilt að nýta hugmyndir sem fram koma eða bregðast við þeim. Drögin verða lögð fram á málfundi í safnaðarsal Seltjarnarneskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 20.
Frelsi, fullveldi og sjálfstæði Íslands er stefna fjelagsins. Fjármál ríkisins sjeu gegnsæ og skýrt hvaða ráðherrar bera ábyrgð. Leitað verði sparnaðar og hagræðingar í fjármálum.
Tillögur um tekjur og gjöld
Allar óunnar vörur til útflutnings verði skattlagðar um 4%.
Erlendar, niðurgreiddar landbúnaðarvörur verði tollaðar. Vsk. af innlendum landbúnaðarvörum verði felldur
...