Árni Sigurðsson
„Framtíðin er ekki söm sem fyrr“ („The future ain't what it used to be“) eru orð sem fanga vel þversögnina í okkar tímum. Við stöndum á barmi áður óþekktra breytinga; framtíðin nálgast með hraða sem flestir eiga erfitt með að ímynda sér.
Kenning Rays Kurzweils um hröðun framfara bendir til að tæknileg þróun sé veldisvaxandi, ekki línuleg. Þetta þýðir að á 21. öldinni munum við ekki aðeins sjá tvöfaldar framfarir miðað við 20. öldina, heldur jafnvel 200-faldar – jafngildi 20.000 ára þróunar á sama hraða og árið 2000. Slík hröðun gerir framtíðina ófyrirsjáanlega; við sjáum ekki hvað bíður handan við hornið fyrr en við komum þangað.
Tilraunir okkar til að spá fyrir um framtíðina mistakast oft því við byggjum á línulegri framlengingu núverandi
...