Heiðrún Jónsdóttir
Heiðrún Jónsdóttir

Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir sértæka skatta og gjöld, háa bindiskyldu og gullhúðun regluverksins veikja samkeppnishæfni íslenska bankageirans. Það hafi síðan keðjuverkandi áhrif á atvinnulífið og hagkerfið allt til lengri tíma litið.

Á síðasta ári greiddu fjármálafyrirtækin 20 milljarða króna aukalega í skatta og gjöld sem ekki eru lögð á önnur fyrirtæki. Einn af sértæku sköttunum átti að bæta tjón ríkisins af bankahruninu en skatturinn hefur haldist óbreyttur þó að reiknað hafi verið út að með greiðslunni 2016 hafi tjónið verið að fullu bætt. » 12