Útkall Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð frá þyrlusveit Gæslunnar.
Útkall Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð frá þyrlusveit Gæslunnar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Karl­maður á fertugsaldri lést eftir að hafa fallið í Tungufljót ná­lægt Geysi í Haukadal í gær. Straumvatnsbjörgunarmenn náðu manninum upp úr ánni og hófu strax endurlífgunartilraunir á honum. Þær báru ekki árangur, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi í gærkvöldi.

Þar seg­ir að aðstæður á vettvangi hafi verið krefj­andi. Rign­ing hafi verið og mikið vatn í ánni.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins en útkallið barst á fjórða tím­an­um í gær. Straumvatnsbjörgunarhópar frá björgunarsveitum víðs vegar um Suðurland og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til aðstoðar. Auk þess kom þyrlusveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar að björgunaraðgerðum og sjúkra­bif­reiðar frá Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands ásamt lögreglunni á Suðurlandi. Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi rann­sak­ar nú til­drög slyss­ins. anton@mbl.is