Núverandi forseti, Maia Sandu, var með naumt forskot í forsetakosningunum í Moldóvu þegar 93% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Sandu hafði fengið 50,9% atkvæða gegn 49,1% atkvæða Alexandrs Stoianoglos, sem studdur er af…
Núverandi forseti, Maia Sandu, var með naumt forskot í forsetakosningunum í Moldóvu þegar 93% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöldi. Sandu hafði fengið 50,9% atkvæða gegn 49,1% atkvæða Alexandrs Stoianoglos, sem studdur er af sósíalistum sem eru hliðhollir Rússum en Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar.
Kosningarnar eru af mörgum taldar snúast um hvort Moldóvar vilji frekari tengsl við Rússa eða Evrópusambandið í framtíðinni. Sandu er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og sótti um aðild að sambandinu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Lítill munur hefur verið á fylgi frambjóðenda í skoðanakönnunum.