Núverandi for­seti, Maia Sandu, var með naumt for­skot í for­seta­kosn­ing­un­um í Moldóvu þegar 93% at­kvæða höfðu verið tal­in í gærkvöldi. Sandu hafði fengið 50,9% at­kvæða gegn 49,1% at­kvæða Al­ex­andrs Stoianoglos, sem studd­ur er af…
Maia Sandu, forseti Moldóvu.
Maia Sandu, forseti Moldóvu.

Núverandi for­seti, Maia Sandu, var með naumt for­skot í for­seta­kosn­ing­un­um í Moldóvu þegar 93% at­kvæða höfðu verið tal­in í gærkvöldi. Sandu hafði fengið 50,9% at­kvæða gegn 49,1% at­kvæða Al­ex­andrs Stoianoglos, sem studd­ur er af sósí­al­ist­um sem eru hliðholl­ir Rúss­um en Rúss­ar hafa verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosn­ing­arn­ar.

Kosn­ing­arn­ar eru af mörg­um tald­ar snú­ast um hvort Moldóvar vilji frek­ari tengsl við Rússa eða Evr­ópu­sam­bandið í framtíðinni. Sandu er hlynnt inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og sótti um aðild að sam­band­inu þegar Rúss­ar réðust inn í Úkraínu. Lít­ill mun­ur hef­ur verið á fylgi frambjóðenda í skoðana­könn­un­um.