Steinunn Þórðardóttir
Steinunn Þórðardóttir

Læknafélag Íslands hefur tilkynnt félagsmönnum sínum að það hyggist boða til nýs verkfalls með þeim hætti sem ríkið telji að sé löglegt. Þau tíðindi bárust félagsmönnum Læknafélagsins á aðalfundi þess á föstudaginn að íslenska ríkið teldi boðun á verkfalli ólögmæta. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins sagði við mbl.is á laugardag að þessi tíðindi hefðu hleypt illu blóði í félagsmenn sína. „Við erum búin að senda tölvupóst til félagsmanna þar sem við útskýrum okkar afstöðu. Við erum ósammála ríkinu um að okkar aðferðafræði í kringum boðun aðgerða hafi verið ólögmæt en á sama tíma teljum við að ef þetta fer fyrir félagsdóm muni það fresta verkfalli óháð niðurstöðu félagsdóms.“ Hún segir að í staðinn fyrir að seinka verkfalli frekar ætli Læknafélagið að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu sem vonandi geti hafist í dag og muni standa yfir í tvo til þrjá daga.

Verkfallsaðgerðir lækna áttu að hefjast 18. nóvember en í ljósi boðunar nýs verkfalls segir Steinunn

...