Kristrún vill hækka skatta um 200.000 krónur á mann

Afar sjaldgæft er að stjórnmálaflokkar gangi jafn hreint fram og Samfylkingin gerir undir forystu Kristrúnar Frostadóttur um þær skattahækkanir sem bíða kjósenda komist flokkurinn í lykilstöðu að kosningum loknum. Þetta er auðvitað þakkarverð hreinskilni en kallar líka á að henni sé veitt athygli og að um hana fáist umræða á þeim vikum sem fram undan eru til kjördags.

Þar er ekki við því að búast að Samfylkingin verði að miklu liði því að þótt formaðurinn tali skýrt um aukin útgjöld og þörfina á myndarlegum skattahækkunum er áherslan í skilaboðum flokksins öll á útgjaldaloforðin en lítil á fyrirhugaðar skattahækkanir, auk þess sem þær eru lítið útfærðar miðað við áformað umfang.

Lítum á umfangið. Ef horft er til síðustu fjögurra ársfjórðunga er landsframleiðslan hér á landi um 4.400 milljarðar króna. Þetta er há fjárhæð og hefur farið

...