Íslendingalið Melsungen heldur toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa unnið Erlangen, 32:27, á laugardag. Liðið er með 16 stig eftir níu leiki og hefur aðeins tapað einum leik. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina…
Efstir Elvar Örn Jónsson og félagar í Melsungen eru á toppnum.
Efstir Elvar Örn Jónsson og félagar í Melsungen eru á toppnum. — Morgunblaðið/Hákon

Íslendingalið Melsungen heldur toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir að hafa unnið Erlangen, 32:27, á laugardag. Liðið er með 16 stig eftir níu leiki og hefur aðeins tapað einum leik.

Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Melsungen í leiknum en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Íslendingalið Magdeburg vann góðan sigur á Lemgo, 30:27, í gærkvöldi. Ómar Ingi Magnússon lét vel að sér kveða er hann skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Magdeburg er í þriðja sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Melsungen og á leik til góða.

Viggó Kristjánsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Íslendingalið Leipzig þegar það heimsótti Flensburg og tapaði 35:29. Viggó skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar. Var hann markahæstur í leiknum og með næstflestar stoðsendingar.

Andri Már Rúnarsson bætti við þremur mörkum og

...