Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Forvarnardagurinn var í ár haldinn í nítjánda sinn og hefur hann verið útvíkkaður í forvarnarmánuðinn október. Forvarnir eru alltaf jafn mikilvægar, sama hver árstíminn er. Í hugtakinu felst að sýna fyrirhyggju, hugsa fram í tímann og gera ráðstafanir til að sporna við óvæntri vá. Ef horft er til barna og ungmenna er það markmið okkar flestra að stuðla að því að börn geti upplifað öryggi og vellíðan í samfélaginu og séu örugg. Við viljum byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. Ytri vá getur leynst víða og komið úr ýmsum áttum, oft þegar síst skyldi.
Stundum kemur ógnin úr óvæntri átt og skyndilega er erfitt að bregðast við. Þetta hafa nokkrir nýlegir hörmulegir atburðir sýnt okkur og skemmst er að minnast alvarlegs ofbeldistilviks á Menningarnótt þar sem ung stúlka var stungin til bana af einstaklingi sem enn er
...