Liverpool tyllti sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með torsóttum 2:1-sigri á Brighton í 10. umferð deildarinnar á Anfield á laugardag. Brighton réð lögum og lofum í fyrri hálfleik og var með forystu, 0:1, að honum loknum eftir glæsimark frá Ferdi Kadioglu
Hetjan Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool með glæsilegu skoti á 72. mínútu, þremur mínútum eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin.
Hetjan Mohamed Salah skoraði sigurmark Liverpool með glæsilegu skoti á 72. mínútu, þremur mínútum eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin. — AFP/Darren Staples

Enski boltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Liverpool tyllti sér á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með torsóttum 2:1-sigri á Brighton í 10. umferð deildarinnar á Anfield á laugardag.

Brighton réð lögum og lofum í fyrri hálfleik og var með forystu, 0:1, að honum loknum eftir glæsimark frá Ferdi Kadioglu. Tvö mörk á þremur mínútum hjá Cody Gakpo og Mohamed Salah í síðari hálfleik sáu hins vegar til þess að Liverpool náði í stigin þrjú og toppsætið í leiðinni. Brighton er í áttunda sæti.

Manchester City, sem var á toppnum fyrir helgina, heimsótti Bournemouth og tapaði óvænt, 2:1. Bournemouth komst í 2:0 með mörkum frá Antoine Semenyo og Evanilson áður en Josko Gvardiol minnkaði muninn.

...