Í aldanna rás hefur mannkynið ekki tekist á við stórar áskoranir með því að setja takmarkanir, heldur með því að þróa umbreytandi tækni.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Eftir því sem loftslagsaðgerðir auka framfærslukostnað sífellt meira með nánast engum árangri verða kjósendur þreyttari á stórtækum grænum loforðum. Vonandi leiðir það bakslag til betri, ódýrari og skilvirkari aðgerða.

Kjósendur eru óhjákvæmilega tortryggnari gagnvart loftslagsaðgerðum eftir að hafa tekist á við loftslagsaðgerðasinna sem loka vegum og líma sig við flugbrautir, fræga fólkið sem tekur einkaþotur meðan það skipar okkur að taka strætó og aðgerðir sem kosta himinháar upphæðir en skila litlu. Þetta hefur skilað sér í hægrisveiflu í ýmsum Evrópulöndum í ESB-kosningunum og almennu „grænu bakslagi“.

Frægt er að því var lofað að orkustefna Þýskalands ætti einungis að kosta almenning sem samsvarar einum ís í brauði í hverjum mánuði. Nú hefur kostnaðurinn farið langt

...