Tindastóll varð í gærkvöldi fyrsta liðið til þess að vinna Stjörnuna þegar 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik hófst með sannkölluðum toppslag á Sauðárkróki. Tindastóll vann 92:87 eftir hörkuleik og fór með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og á toppinn þar sem bæði lið eru með tíu stig
Körfuboltinn
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Tindastóll varð í gærkvöldi fyrsta liðið til þess að vinna Stjörnuna þegar 6. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik hófst með sannkölluðum toppslag á Sauðárkróki.
Tindastóll vann 92:87 eftir hörkuleik og fór með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og á toppinn þar sem bæði lið eru með tíu stig.
Leikurinn bar þess glögglega vitni að þarna væru tvö af bestu liðum landsins að etja kappi enda gæðin mikil og skemmtunin enn meiri.
Tindastóll var við stjórn í fyrri hálfleik og náði mest 11 stiga forskoti í stöðunni 23:12 í fyrsta leikhluta, en staðan að honum loknum var 28:23 eftir góðan endasprett Stjörnunnar. Í öðrum leikhluta
...