Sjálfstæðisflokkurinn boðar stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu. Munu þrír fulltrúar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður kynna aðgerðir í menntamálum í Grósku klukkan 11 í dag, en það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-…

Sjálfstæðisflokkurinn boðar stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu. Munu þrír fulltrúar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður kynna aðgerðir í menntamálum í Grósku klukkan 11 í dag, en það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri og Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður.

„Við stöndum á tímamótum. Við getum látið reka á reiðanum eða skapað samfélag þar sem hvert barn blómstrar í skóla. Miklu fjármagni er varið í grunnskólakerfið en árangurinn er ekki eftir því,“ segir í tilkynningu frá flokknum.