Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við…
Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Ráðherra undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi. Í ályktun sem samþykkt var á Haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024 var skorað á ríkisstjórnina að fjölga opinberum störfum á Vesturlandi.
Í byrjun júlí sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (RAMÝ), í eina stofnun – Náttúrufræðistofnun, og starfa þar í dag um 80 manns.