„Þessi messa í kvöld var allraheilagramessa og fyrir ári var síðasta messan hjá okkur í Grindavík líka á allraheilagramessu, svo þurftum við að rýma bæinn,“ sagði séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, í samtali við…
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal

„Þessi messa í kvöld var allraheilagramessa og fyrir ári var síðasta messan hjá okkur í Grindavík líka á allraheilagramessu, svo þurftum við að rýma bæinn,“ sagði séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi í kjölfar fyrstu messu í sókninni eftir þær hamfarir er lagðar voru á íbúana fyrir ári. „Hún var mjög góð,“ svaraði séra Elínborg, innt eftir stemmningunni. „Allir voru svo glaðir yfir því að vera aftur komnir saman í kirkjunni, söngurinn var fallegur og allt mjög fallegt,“ sagði hún af fyrstu messu eftir atburði sem breyttu lífi, raunveruleika og ekki síst búsetu fjölda fólks í einum skæðustu náttúruhamförum síðustu áratuga.