Íslandsmeistarar FH unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 35:29, þegar liðin mættust í toppslag úrvalsdeildar karla í handknattleik að Varmá í Mosfellsbæ á laugardag.
Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti þar sem FH er nú á toppnum og Afturelding í öðru sæti, bæði með 13 stig.
Gestirnir úr Hafnarfirði keyrðu yfir heimamenn í fyrri hálfleik, komust þrisvar átta mörkum yfir og voru sjö mörkum yfir, 20:13, í hálfleik. Í síðari hálfleik náði FH mest níu marka forystu, hleypti Aftureldingu ekki nær sér en fjórum mörkum undir lokin og vann að lokum sanngjarnan sex marka sigur.
Ásbjörn Friðriksson var markahæstur hjá FH með níu mörk. Daníel Freyr Andrésson varði níu skot í markinu.
Birgir Steinn Jónsson
...