Laugardalur Helgi Hafsteinn Jóhannsson fagnar marki sínu í 3:1-sigri U17-ára liðs Íslands á Eistlandi í Laugardal á laugardagskvöld.
Laugardalur Helgi Hafsteinn Jóhannsson fagnar marki sínu í 3:1-sigri U17-ára liðs Íslands á Eistlandi í Laugardal á laugardagskvöld. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Íslenska U17-ára landsliðið í knattspyrnu drengja vann ör­ugg­an sig­ur á Eistlandi, 3:1, í undan­keppni EM 2025 á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal á laugardagskvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í síðari umferð undankeppninnar.

Ísland er í öðru sæti í 12. riðli með sex stig líkt og topplið Spánar og mætast liðin í úrslitaleik um efsta sætið í Laugardal á morgun.

Helgi Haf­steinn Jó­hanns­son kom Íslandi yfir á 21. mín­útu eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Tóm­asi Óla Kristjáns­syni. Staðan í hálfleik var 1:0, Íslandi í vil.

Varn­ar­maður­inn Ásbjörn Lín­dal Arn­ars­son tvö­faldaði for­ystu Íslands á 53. mín­útu og Guðmar Gauti Sæv­ars­son skoraði þriðja mark Íslands með glæsi­legu skoti.

Marka­skor­ar­inn Ásbjörn Lín­dal fékk beint rautt spjald á 81. mín­útu. Á þriðju mín­útu í upp­bót­ar­tíma minnkaði Eist­land svo mun­inn með marki frá Nikita Kalmokov.