Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins skrifaði áhugaverða grein í blaðið um helgina um efnahagsmál hér á landi og erlendis. Þar benti hún meðal annars á að hagvöxtur hér hefði verið mikill, stoðum atvinnulífsins færi fjölgandi og að verðbólga væri á niðurleið, en að áherslu þyrfti að leggja á lækkun skulda.
Þá fjallaði hún sérstaklega um húsnæðismarkaðinn, sem hún sagði eitt stærsta efnahagsmálið, og má það til sanns vegar færa. Hún benti á að skorturinn á húsnæði hefði leitt til verulegrar hækkunar á húsnæðisverði og leigu, sem hefði haft áhrif á lífskjör almennings, stöðugleika á húsnæðismarkaði og verðbólgu.
Lilja sagði farsælustu leiðina út úr vandanum að „hið opinbera, ríki og sveitarfélög, mæti þessari eftirspurn sameiginlega, auki lóðaframboð verulega og stuðli að hagkvæmu regluverki
...