Það virtist ekki góð hugmynd að horfa á heimildarmynd í fimm þáttum um kvennamorðingjann Ted Bundy en áhorfið kom á óvart. Myndin nefnist Ted Bundy: Falling for a Killer. Þar var meðal annars rætt við sambýliskonu Bundys til margra ára, Elizabeth Kendall, og dóttur hennar
Elizabeth Sagði frá sambandi sínu við Bundy.
Elizabeth Sagði frá sambandi sínu við Bundy. — Mynd/IMDB

Kolbrún Bergþórsdóttir

Það virtist ekki góð hugmynd að horfa á heimildarmynd í fimm þáttum um kvennamorðingjann Ted Bundy en áhorfið kom á óvart. Myndin nefnist Ted Bundy: Falling for a Killer. Þar var meðal annars rætt við sambýliskonu Bundys til margra ára, Elizabeth Kendall, og dóttur hennar. Bundy hafði á uppvaxtarárum dótturinnar sýnt henni mikla umhyggju og til eru ljósmyndir sem sýna þau saman; morðingjann og litla stúlku sem þykir greinilega mjög vænt um hann. Einnig var talað við bróður Bundys sem var mun yngri en hann og hafði á yngri árum dýrkað stóra bróður sinn og séð hann sem fyrirmynd. Nú býr þessi bróðir í hjólhýsi, bugaður maður.

Áhersla myndarinnar var á fórnarlömbin og rætt var við ættingja þeirra, lögreglu, fjölmiðlamenn og konu sem lifði af morðtilraun Bundys. Óþarfa áhersla var þó lögð

...