Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu eftir heldur betur viðburðaríka kosningabaráttu. Kannanir hafa verið mjög misvísandi síðustu daga en þegar meðaltal þeirra er tekið saman má sjá að fylgismunurinn er innan skekkjumarka í flestum sveifluríkjum og óljóst hvor frambjóðandinn ber sigur úr býtum.
Á kortinu með fréttinni eru þau ríki þar sem Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana er með yfir eins prósentustigs forskot ljósrauð að lit. Ríkin sem eru grá á litin eru þau ríki þar sem fylgismunurinn á Trump og Kamölu Harris forsetaframbjóðanda demókrata er innan við eitt prósentustig.
Samkvæmt RealClearPolitics mælist Trump með 2,9 prósentustiga forskot á Harris í Arizona, 2,3 prósentustiga forskot í Georgíu, 1,4 prósentustiga
...