Sr. Sigurður Már Hannesson sóknarprestur tók á móti gjöf frá kvenfélagi Seljasóknar við messu í gær, sem samanstóð af skjávarpa og stóru tjaldi að verðmæti 4,3 milljónir króna.
Kvenfélagið, sem stofnað var árið 1981, hefur í gegnum árin stutt við kirkjuna. Félagið safnar fjármunum með útleigu á dúkum fyrir veislur, erfidrykkjur, skírnir og fermingar. Þá á félagið einnig og leigir út fermingarkyrtla. Margrét Björk Andrésdóttir, sem er í forsvari fyrir félagið, segir sóknarprestinn hafa verið mjög þakklátan fyrir hönd kirkjunnar þegar gjöfin var formlega afhent í gær. Þá segir hún mikla þörf hafa verið fyrir skjávarpa og tjald í kirkjuna, en söfnunin fyrir gjöfinni hefur staðið í tæp tvö ár.
„Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson fyrrverandi sóknarprestur kom til okkar í félaginu fyrir um tveimur árum og spurði hvort við gætum styrkt kaup
...