Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 0-0 6. Bd3 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 Rc6 9. Be3 Rd7 10. Df2 e5 11. dxe5 dxe5 12. f5 Rd4 13. 0-0-0 c6 14. g4 b5 15. g5 He8 16. h4 Rc5 17. f6 Bf8 18. h5 Dc7

Staðan kom upp í efstu deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Daði Ómarsson (2.193) hafði hvítt gegn Arnþóri Einarssyni (2.145). 19. Hdf1! He6 20. hxg6! fxg6 21. f7+ og svartur gafst upp enda mát eftir 21. … Kg7 22. Hxh7+! Kxh7 23. Dh2+ Kg7 24. Dh6#. Þessa dagana stendur yfir HM barna- og ungmenna í aldursflokkum 14, 16 og 18 ára og yngri. Einn íslenskur keppandi tekur þátt í mótinu, Josef Omarsson. EM einstaklinga í opnum flokki hefst í vikunni og taka nokkrir íslenskir skákmenn þátt í því en mótið fer fram í Petrovac í Svartfjallalandi. Nánari upplýsingar um þessi mót má finna á skak.is.