60 ára Ólöf ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar þar til á síðasta ári. Hún gekk í Öldutúnsskóla og stundaði nám í Flensborgarskólanum. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í ­opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Frá því að Ólöf kom frá námi í Bandaríkjunum hefur hún starfað sem blaðamaður, sem upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í hartnær áratug, sem sérfræðingur í samskiptamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ríflega sex ár og er nú samskipta- og kynningarfulltrúi Hampiðjunnar.

Ólöf hefur tekið þátt í alþjóðasamstarfi á vegum OCHA, United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs, og Evrópusambandsins á sviði viðbragða við hættuástandi, setið námskeið í upplýsingagjöf í neyðarástandi og tók þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og sat í stjórn og gegndi formannsembætti

...