Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins var á dögunum endurráðinn til fimm ára án auglýsingar en eins og greint var frá í Morgunblaðinu klofnaði stjórnin í ákvörðun sinni. Fjórir af níu stjórnarmönnum vildu að staðan yrði auglýst.
Tekjur RÚV á síðasta ári námu samkvæmt ársreikningi félagsins rúmum 8,7 milljörðum króna og jukust um rúmlega 800 milljónir á milli ára, eða úr 7,9 milljörðum 2022.
Tekjur fyrirtækisins af auglýsingum árið 2023 voru rúmir 2,4 milljarðar króna og stóðu nánast í stað milli ára, en félagið fékk einnig rúma 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði samanborið við tæplega 5,1 milljarð árið á undan.
Til samanburðar fá tuttugu og fimm önnur fjölmiðlafyrirtæki samtals 471 milljón króna í framlag úr ríkissjóði í formi svokallaðs rekstrarstuðnings. Þar af
...