Spánn Aur og leðja er nú víða í Valencia-héraði eftir flóð síðustu daga.
Spánn Aur og leðja er nú víða í Valencia-héraði eftir flóð síðustu daga. — AFP/Jose Jordan

Björgunarmenn á Spáni leituðu í gær í bílakjöllurum að fórnarlömbum flóðanna miklu sem gengið hafa yfir austurhluta landsins síðustu daga. Að minnsta kosti 217 manns hafa farist í flóðunum og eru þau hin mannskæðustu í sögu Spánar. Þá er fjöldi fólks enn týndur í kjölfar flóðanna, og er óttast að meirihlutinn muni finnast látinn á næstu dögum.

Veðurstofa Spánar lýsti því yfir í gær að neyðarástandi væri nú lokið í Valencia-héraði, en úrhellisrigning var hins vegar í Katalóníu. Aflýsa eða fresta þurfti fimmtíu flugferðum til og frá El Prat-flugvellinum í Barcelona, og 17 farþegavélar voru sendar til annarra flugvalla vegna rigningarinnar.

Þá þurfti að loka hluta neðanjarðarlestarkerfisins í borginni og lestarferðum innan Katalóníuhéraðs var frestað.

Rannsaka

...