Gunnar Gunnarsson fæddist 3. september 1939. Hann lést 13. október 2024.
Útför Gunnars var gerð 28. október 2024.
Gunnar móðurbróðir minn er allur. Það er mikill missir fyrir okkur fjölskylduna og alla sem kynntust honum náið. Hann var hrókur alls fagnaðar, glaðvær og hress og tilbúinn að nýta öll tækifæri til að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Við bræður mínir kölluðum hann alltaf Frænda. Hann skipaði stóran sess í barnæsku okkar. Kom oft með gítarinn, söng og spilaði, alltaf tilbúinn að fíflast eitthvað með okkur, segja brandara og fara í ísbíltúra. Ég fékk stundum að fara með Frænda á hljómsveitaræfingu með Kátum félögum. Þeir spiluðu fyrir mig Litla sæta ljúfan góða og ég fékk að velja óskalög eins og My boy lollipopp og syngja í hljóðnemann. Ekkert skrítið að hann hefur alltaf verið uppáhaldsfrændinn. Hann hugsaði vel um afa og ömmu
...