Gunnar Björnsson fæddist 26. ágúst 1941. Hann lést 18. október 2024.
Útför hans fór fram 1. nóvember 2024.
Gunnar Björnsson hagfræðingur frá Hvolsvelli í Rangárþingi var einn af mínum bestu vinum. Vináttan stóð í næstum 70 ár. Aldrei bar þar á nokkurn skugga. Nú er hann horfinn allt of snemma.
Við Gunnar kynntumst fyrst í Skógum undir Eyjafjöllum, þegar ég kom þangað til náms í 2 bekk. Guðrún systir Gunnars, skemmtileg og dugandi, var í bekk með okkur. Ég þekkti einnig Grétar eldri bróður þeirra, kraftmikinn og glaðan. Skógaskóli var eftirsóttur öndvegisstaður með góða stjórn og árangursríka kennslu. Þar var mannbætandi og lærdómsríkt að vera, þótt þröng væri á þingi og drepið í hvert horn, allt að sjö manns í herbergi þegar flest var, en fjórir oftast. Nemendurnir voru um og yfir eitt hundrað, úr
...