Guðmundur Jóhannes Borgarsson fæddist 24. september 1941. Hann lést 23. október 2024.

Útför hans fór fram 1. nóvember 2024.

Hann pabbi varð pabbi minn þegar ég var á 5. aldursári, þegar hann og mamma mín urðu par, seinna hjón. Aldrei fann ég annað frá honum en að ég væri dóttir hans. Hans fólk var hans fólk, hver sem tengslin voru. Ég fann það alla tíð hvað mig varðaði, og svo seinna þegar ég eignaðist tvo fóstursyni til viðbótar við minn eigin son, pabbi var svo jafn mikill afi þeirra allra.

Við pabbi áttum sterkt og gott samband, með nokkrum stormum inn á milli, stormum sem geisuðu kannski meira innra með mér þegar mér mislíkaði við hann, en pabba var ekki auðvelt að mótmæla.

Pabbi stjórnaði heimilinu, gat verið mjög harður, orðljótur og fastur fyrir en

...