Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson og enska félagið Reading hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið. Hinn 23 ára gamli Jökull var lánaður frá Reading til Aftureldingar seinni hluta nýliðins tímabils og átti…
Knattspyrnumarkvörðurinn Jökull Andrésson og enska félagið Reading hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið.
Hinn 23 ára gamli Jökull var lánaður frá Reading til Aftureldingar seinni hluta nýliðins tímabils og átti sinn þátt í að liðið komst upp í úrvalsdeildina í fyrsta skipti með sigri á Keflavík í úrslitum umspilsins á Laugardalsvelli.
Afturelding hafnaði í 4. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og hafði betur gegn Fjölni í undanúrslitum umspilsins, samanlagt 3:1, en Jökull lék 11 leiki liðsins í 1. deildinni í sumar.
Jökull var aðeins 16 ára gamall þegar hann gekk til liðs við til Reading frá Aftureldingu árið 2017. Hann lék ekki aðalliðsleik með Reading, en var lánaður til Hungerford Town, Exeter
...