Misvægi er alvarlegur kerfisgalli, sem veldur því að á Íslandi er hvorki gott lýðræði né skilvirkt samfélag.
Örn Sigurðsson
Örn Sigurðsson

Örn Sigurðsson

Í lok nóvember munu mætar konur og karlar ná kjöri til Alþingis í fyrsta sinn. Líklega fer fyrir þeim eins og forverum þeirra til marga áratuga að sogast inn í svarthol misvægis atkvæða, þar sem ýmis gildi, verðleikar og skil á milli rétts og rangs eru ekki alltaf skýr því misvægið bjagar jú flest og afskræmir.

Að fenginni heimastjórn 1904 var það eitt af fyrstu verkum Hannesar Hafstein ráðherra að leggja fram á Alþingi tillögu um breytingar á kosningalögum til að jafna vægi atkvæða, fyrst 1905 og aftur 1907. Í bæði skiptin var tillaga Hannesar felld. Í greinargerð með tillögunni kom fram sú sannfæring að á meðan ekki kæmist á jöfnuður í vægi atkvæða í kosningum til Alþingis væri einsýnt að þróun íslensks samfélags yrði mun neikvæðari en ella.

Hannes reyndist sannspár. Árið 2024 er

...