Bókaútgáfan Ugla gefur út á sjöunda tug bóka á árinu en þýðingar eru þar langfyrirferðarmestar.
Af verkum íslenskra höfunda má nefna bók Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns, Eddi í Hópsnesi, sögu Edvards Júlíussonar, útgerðarmanns í Grindavík og upphafsmanns Bláa Lónsins. Jakob F. Ásgeirsson hefur skrifað ævisöguna Ingvar Vilhjálmsson – Athafnasaga, en Ingvar var einn helsti forvígismaður sjávarútvegs á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Ein skáldsaga er væntanleg eftir íslenskan höfund, Klökkna klakatár eftir Ragnhildi Bragadóttur, þar sem segir frá stormasögu hjónabandi konu og þjóðfrægs rithöfundar.
Á árinu koma út tíu þýddar skáldsögur í flokki fagurbókmennta: Billy Budd eftir Herman Melville í þýðingu Baldurs Gunnarssonar, Hjálparsagnir hjartans eftir Péter Esterházy í þýðingu
...