Línulegt sjónvarp er sko alls ekki dautt, sama hvað hver segir.
Hólmgeir Baldursson
Hólmgeir Baldursson

Hólmgeir Baldursson

Að reka sjónvarp er góð skemmtun, að reka sjónvarp í langan tíma er mikið langhlaup. Ég þekki reyndar ekki til neins einstaklings sem hefur áorkað það, hvorki hér né annars staðar, en um þessar mundir eru ákveðin tímamót þar sem rétt rúmlega eitt ár er síðan ég hóf útsendingar aftur á Skjá 1, eða 19. október á síðasta ári. Þessir 12 mánuðir hafa verið mikil áskorun og ekki síst áhugaverðir hvað það varðar að stöðin hefur tekið töluverðum framförum tæknilega séð og hefur bætt sig í uppbyggingu innviða hvað varðar dreifingu og miðlun sjónvarpsmerkisins til almennings og bætt sig töluvert með nýmiðlun „appa“ fyrir Google og Apple.

Við eigum reyndar Web OS- og Samsung-öppin eftir og þau verða vonandi komin í loftið á næstu vikum. Með því er Skjár 1 algjörlega sjálfbær í miðlun eigin sjónvarpsmerkis og þarf því ekki að

...