Tveir stjórnmálamenn Samfylkingar hittust 1. mars 2013 til að skrifa undir skjal um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð.
Leifur Magnússon
Leifur Magnússon

Leifur Magnússon

Í stjórnarskrá Íslands er eftirfarandi birt í 40. grein: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“

Í stjórnsýslu ríkisins eru hefðbundið birtar heimildir í 6. grein fjárlaga, sem ber fyrirsögnina „Heimildir ráðherra“. Þar er að finna mislanga lista fyrir undirflokkana, „eftirgjöf gjalda, sölu fasteigna, ráðstöfun lóða, spildna og jarða, kaup og leigu fasteigna, kaup og sölu hlutabréfa og aðrar ráðstafanir vegna umsýslu félaga, samninga um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni, og ýmsar heimildir“.

Þessi ákvæði eru hér rifjuð upp að gefnu tilefni. Tveir

...