Vilborg Pétursdóttir og Magnús Pétursson fæddust 5. nóvember 1944 í Miðhúsum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Vilborg fæddist hálfri klukkustund á eftir tvíburabróður sínum.
Þau ólust upp í Miðhúsum með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Þau gengu í barnaskóla þess tíma í sveitinni.
Sautján ára gömul flutti Vilborg til Reykjavíkur og ætlaði að fá sér vinnu þar, en þau plön breyttust og hún hóf nám við Hagaskóla í Reykjavík. Þar stundaði hún nám í þrjá vetur og lauk gagnfræðaskólaprófi úr verslunardeild vorið 1964. Haustið eftir fór hún til Danmerkur með vinkonu sinni og stunduðu þær nám við Lýðháskólann St. Restrup á Jótlandi einn vetur. Eftir dvölina í Danmörku lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands og lauk Vilborg almennu kennaraprófi þaðan vorið 1969.
Eftir útskrift bauðst Vilborgu staða
...