Hólmfríður Guðbjörg Tómasdóttir fæddist 6. ágúst 1937. Hún lést 11. október 2024.
Útför fór fram 1. nóvember 2024.
Það er margt sem ég get sagt um þessa konu. Hólmfríður var gestrisin, góð, kærleiksrík og umhyggjusöm kona sem var annt um sína nánustu og öll af vilja gerð til að leggja öðrum lið hvort sem það var greiði eða spjall, hún var til staðar fyrir fólk.
Ég kynntist Hólmfríði í gegnum Jónínu sem var sambýliskona mín. Jónína var barnabarnið hennar og ég sá hvað hún var stolt af sínum afkomendum. Þau skipti sem ég kom í heimsókn til Hólmfríðar og Jóns var tekið vel á móti manni. Þau voru bæði mjög elskuleg og einstaklega gestrisin. Annaðhvort var manni boðið í mat eða kaffi, breytti engu máli, stundum var það bara gott spjall og leið mér vel í þeirra návist. Hólmfríður tók mér eins og ég væri
...