Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals bar af eldri leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu árið 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Þar koma til greina leikmenn sem eru orðnir 34 ára gamlir og eldri, þ.e þeir karlar sem fæddir eru árið 1990 og fyrr
19 M Gylfi Þór Sigurðsson fór mikinn fyrir Valsmenn á tímabilinu.
19 M Gylfi Þór Sigurðsson fór mikinn fyrir Valsmenn á tímabilinu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Vals bar af eldri leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu árið 2024, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Þar koma til greina leikmenn sem eru orðnir 34 ára gamlir og eldri, þ.e þeir karlar sem fæddir eru árið 1990 og fyrr.

Gylfi Þór, sem er 35 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Val á tímabilinu og lék alls 19 leiki með liðinu í Bestu deildinni á tímabilinu og skoraði í þeim 11 mörk. Hann fékk samtals 19 M í einkunnugjöf blaðsins.

Gylfi Þór gekk nokkuð óvænt til liðs við Valsmenn fyrir yfirstandandi tímabil. Hann lék með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni frá því í ágúst árið 2023 fram í janúar árið 2024 þegar hann rifti samningi sínum

...