Fjölskyldan Haldið upp á jólin 2023 með óhefðbundnu sniði í Munaðarnesi.
Fjölskyldan Haldið upp á jólin 2023 með óhefðbundnu sniði í Munaðarnesi.

Kjartan Friðrik Adólfsson fæddist 6. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Hann bjó fyrsta árið ásamt foreldrum sínum og bróður á Kirkjubæjarbraut 5 en þá fluttist fjölskyldan í nýbyggt hús í Grænuhlíð 25.

„Í minningunni var dásamlegt að alast upp í Eyjum, náttúran var eitt stórt leiksvæði og stutt í allar áttir. Strákarnir í Grænuhlíð héldu mikið hópinn og léku sér mikið saman, ýmist í fótbolta eða öðru sem til féll.

Það var því mikið áfall að þurfa í skyndingu að flýja frá Vestmannaeyjum, á níunda aldursári, ásamt fjölskyldunni og öðrum Eyjabúum, aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar eldgos hófst á Heimaey.

Þar sem vinirnir tvístruðust mikið út um allt land, þá rofnaði sambandið mikið. Enda farsímar og Facebook ekki til á þessum tíma. Jafnframt fór hús fjölskyldunnar undir hraun í mars sama ár og

...