Bandaríkjamaðurinn Jacob Bell, sem sat inni í 20 ár af 35 og hálfs árs dómi fyrir innbrot, hefur nýlega orðið að hetju eftir að hafa bjargað tveimur mannslífum. Í sumar stökk hann út í vatn til að bjarga unglingsstúlku frá drukknun og aðeins nokkrum …
Bandaríkjamaðurinn Jacob Bell, sem sat inni í 20 ár af 35 og hálfs árs dómi fyrir innbrot, hefur nýlega orðið að hetju eftir að hafa bjargað tveimur mannslífum. Í sumar stökk hann út í vatn til að bjarga unglingsstúlku frá drukknun og aðeins nokkrum vikum síðar dró hann 72 ára mann úr logandi bíl eftir slys. Þessar hetjudáðir hefðu ekki orðið ef hann væri enn í fangelsi, og reynslan hefur veitt honum nýja trú á eigin verðleika. Bell segir þessar uppákomur hafa breytt lífssýn sinni; nú einbeitir hann sér að því að byggja upp líf með eiginkonu sinni og barni. Nánar á K100.is.