Enska liðið Liverpool vann sterkan heimasigur á Þýskalandsmeisturum Leverkusen, 4:0, í 4. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Anfield í gærkvöldi. Eftir markalausan fyrri hálfleik raðaði Liverpool inn mörkum í seinni hálfleik.
Luis Díaz var í aðalhlutverki, því hann skoraði þrennu. Cody Gakpo komst einnig á blað. Liverpool er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.
Sporting frá Portúgal er í öðru sæti með tíu stig eftir að liðið skellti Manchester City, 4:1, á heimavelli. Þar leit önnur þrenna dagsins ljós því Svíinn Viktor Gyökeres skoraði þrjú mörk.
Rúben Amorim, verðandi stjóri Manchester United, vann sér inn stig hjá stuðningsmönnum liðsins með því að skella grönnunum. Amorim stýrir Sporting þar til hann tekur við United
...