Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Það er saga á bak við það,“ segir tónlistarkonan Sigrún Jónsdóttir, sem starfar undir listamannsnafninu Sigrún, spurð að því hvaðan titillinn hafi komið á fyrstu breiðskífu hennar, Monster Milk, sem kom út fyrir skömmu.
„Í ferlinu við að gera þessa fyrstu plötu eignaðist ég mitt fyrsta barn og í einni af skoðununum sem ég fór með son minn segir ljósmóðirin við mig, í gríni, að hann sé aldeilis að stækka vel og að ef ég hefði verið uppi í gamla daga hefði ég verið að mjólka fyrir allt þorpið. Ég sagði James vini mínum frá þessu – sem síðan hjálpaði mér með skapandi söguna á bak við plötukóverið – og hann sagði að ég væri með skrímslamjólk eða einhvers konar ofurmjólk! Þannig kom sá titill til sem passaði svo
...