Ekkert verður af því að sinni að dómsmálaráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi sem tekur á þeim vanda sem skapast hefur á landamærunum á Keflavíkurflugvelli vegna þess að nokkur flugfélög neita að afhenda yfirvöldum lista yfir þá farþega sem með þeim koma hingað til lands.
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu var ráðherra með frumvarp á þingmálaskrá sinni um breytingar á lögreglulögum, lögum um landamæri og tollalögum, í því augnamiði að fullgilda fyrirhugaðan samning Íslands við Evrópusambandið um afhendingu og vinnslu upplýsinga um farþega og áhafnir í löggæslutilgangi. Áformað var að leggja frumvarpið fram í október en það varð af því sökum þess að upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði.
...