Ríflega 52 þúsund manns eru nú iðkendur hjá World Class-keðjunni á Íslandi. Hafa þeir aldrei verið fleiri og er þetta enn eitt Íslandsmetið hjá fyrirtækinu sem rekur 18 stöðvar. Með því hefur World Class á Íslandi náð vopnum sínum eftir farsóttina og gott betur
Björn Leifsson, stofnandi World Class, hnyklar vöðvana í Laugum.
Björn Leifsson, stofnandi World Class, hnyklar vöðvana í Laugum. — Morgunblaðið/Hari

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Ríflega 52 þúsund manns eru nú iðkendur hjá World Class-keðjunni á Íslandi. Hafa þeir aldrei verið fleiri og er þetta enn eitt Íslandsmetið hjá fyrirtækinu sem rekur 18 stöðvar.

Með því hefur World Class á Íslandi náð vopnum sínum eftir farsóttina og gott betur. Þannig voru 49.200 iðkendur hjá World Class í mars 2020 þegar fyrirtækið lokaði líkamsræktarstöðvunum vegna samkomubanns í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið náði í mars 2023 sömu hæðum og fyrir faraldurinn en þá voru iðkendur orðnir ríflega 49.300. Þeim hefur síðan fjölgað síðustu 18 mánuði og eru nú sem áður segir ríflega 52 þúsund.

Sjálandið enn á teikniborðinu

Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun þessa árs að World Class hefði um áramótin undirritað samning um kaup

...