Samfylkingin hefur stýrt áætlanagerð Reykjavíkurborgar í vel á annan áratug, með þeim árangri að skapast hefur eitt versta efnahagsvandamál landsins.

Elías Elíasson

Fyrirsögnin er margendurtekin orð formanns Samfylkingarinnar í viðræðum forystumanna stjórnmálaflokka á RÚV 1.11. '24. Þessi flokkur hefur stýrt áætlanagerð Reykjavíkurborgar í vel á annan áratug, þar með áætlunum fyrir borgarlínu og þéttingu byggðar, með þeim árangri að skapast hefur eitt versta efnahagsvandamál landsins. Nú hefur æðsti yfirmaður þeirrar áætlanagerðar sest á lista flokksins fyrir alþingiskosningar og tekur þekkingu sína á áætlanagerð með sér.

Vondar áætlanir

Vinstri meirihlutanum í borgarstjórn er ýmislegt betur gefur gefið en raunhæf áætlanagerð. Sést þetta meðal annars af vaxandi skuldastöðu borgarinnar sem nú er svo mikil að hún stenst ekki lagaleg viðmið og ávöxtunarkrafa í lánsútboðum borgarinnar er farin að hækka.

Áætlanir

...