Lögreglan í Frakklandi og Hollandi gerði í gær rassíu á skrifstofum streymisveitunnar Netflix í löndunum tveimur. Voru aðgerðir lögreglu framkvæmdar vegna gruns um stórfellt skattalagabrot af hálfu Netflix.
Að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar hafa lögregluyfirvöld í báðum ríkjum unnið saman að rannsókn málsins í marga mánuði, en hún hófst að frumkvæði frönsku lögreglunnar.
Talsmenn streymisveitunnar hafa lýst því yfir að hún hafi fylgt skattalöggjöf allra ríkja þar sem hún starfar.