Jenný Sif segist vera heppin að vinna daglega með fólki af 65 mismunandi þjóðernum. Hún sækir innblástur í samstarfsfólkið hjá Alvotech og markmið þess að auka lífsgæði almennings með aðgengi að líftæknilyfjum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Alvotech er að vaxa hratt, þar sem fyrirtækið er að leggja aukna áherslu á framleiðsluhliðina og fjöldi nýrra lyfja er að koma á markað. Þetta kallar á breytta mönnun og þjálfun starfsfólks, einkum í framleiðslu og gæðaeftirliti. Því fylgir óhjákvæmilega álag, en það er jafnframt ákaflega gefandi að fá að taka þátt í að byggja upp nýja stoð í atvinnulífinu á Íslandi.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Innblásturinn sæki ég í samstarfsfólkið.
...