Taka Ólafsfirðingar og Siglfirðingar því þegjandi ef þeir missa allt vegasamband við byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar?
Guðmundur Karl Jónsson
Guðmundur Karl Jónsson

Guðmundur Karl Jónsson

Kynnt hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar hugmynd um tvenn jarðgöng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar sem gætu, að Vaðlaheiðargöngum meðtöldum, stytt vegalengdina milli Norðvestur- og Norðausturkjördæmanna. Áður hafa jarðgöng og vegtengingar úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal verið til umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar. Þessar hugmyndir, sem áður voru kynntar austan og vestan Tröllaskagans, komust aldrei inn á núgildandi aðalskipulag. Alltaf hefur Skipulagsstofnun talið þær óraunhæfar.

Á sunnanverðum Vestfjörðum, Mið-Austurlandi og í Suðurkjördæmi eru önnur verkefni brýnni í beinu framhaldi af Dýrafjarðargöngum. Það eru ný hliðargöng undir Hvalfjörð, stutt veggöng undir Reynisfjall, mislæg gatnamót við Hveragerði og Selfoss, ný brú yfir Ölfusá og tvöföldun Suðurlandsvegar. Á meðan deilt er næstu 10-20 árin um hvaða

...