Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist í samtali við ViðskiptaMoggann hafa gert ýmsar breytingar síðan hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Þær eigi þátt í þeim umskiptum sem hann segir að orðin séu á fjármálum borgarinnar. Fjallað er nánar um málið á síðu tvö í blaðinu í dag.

Nýtt verklag

Ein breytingin snýr að fjárhagsáætlanagerðinni. „Við höfum breytt því hvernig við gerum fjárhagsáætlun. Áætlunin sem kynnt er í dag er mín fyrsta sem borgarstjóri. Við höfum innleitt nýtt verklag við gerð hennar, svokallaða núllgrunnsáætlun sem krefur svið borgarinnar um að forgangsraða lögbundnum verkefnum fyrst. Áður fyrr var það þannig að sviðin, sjö að tölu, fengu ákveðinn útgjaldaramma. Svo komu óskir um viðbætur á milli ára vegna ýmissa ástæðna. Á miðju ári bættust svo við nýjar óskir vegna nýrra verkefna eða framúrkeyrslu. Þá var sótt í sjóð sem haldið var eftir

...