Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur fjallar um nokkrar bækur sem hafa veitt henni innblástur og skilið eftir spor í Bókasafni Kópavogs í dag, 6. nóvember, kl. 12.15, í Lesyndi sem er reglulegur viðburður í safninu og snýst um yndislestur og uppáhaldsbækur.
Í tilkynningu segir að þjóðþekktir bókaunnendur mæti og deili sínum eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum á slíkum viðburðum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.