Djassklúbburinn Múlinn býður upp á tónleika í kvöld, 6. nóvember, kl. 20, á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram hljómsveitin Scott McLemore's Multiverse, kennd við trommuleikara sveitarinnar. Hann tók árið 2019 upp plötu, The Multiverse, innblásinn af því að hafa leikið með gítarleikaranum John Abercrombie. Nú styttist í þriðju Multiverse-plötuna og mun hljómsveitin af því tilefni halda tónleika með nýrri frumsaminni tónlist. Ásamt Scott, sem leikur á trommur, koma fram gítarleikaranir Andrés Þór Gunnlaugsson og Hilmar Jensson og bassaleikarinn Nico Moreaux.